Reykjavík: Mikil ölvun í miðbænum fram undir morgun

Mikill erill var hjá lögreglu í Reykjavík eftir miðnætti í nótt, en verulegur mannfjöldi var í miðbænum eftir að Menningarnótt Reykjavíkurborgar lauk seint í gærkvöldi. Ein nauðgun var kærð til lögreglu og stóð rannsókn málsins yfir í morgun. Lögreglan segir að 98 útköll hafi borist til lögreglu frá miðnætti til klukkan 7 í morgun. Ölvun var áberandi á þessu tímabili. Hún segir að í raun sé enn mikið að gera því margir skemmtu sér í miðbænum fram undir morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert