Tónlistarnám verði í boði í grunnskólunum

Stefnt er að því að bjóða upp á tónlistarnám í grunnskólum borgarinnar á næstu misserum fyrir nemendur í for- og grunnnámi tónlistar. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns fræðsluráðs, er vilji fyrir því innan fræðsluráðs að breyta reglum í þá veru og raunar hafi verið stefnt að því í vor en ekki tekist.

Boðið hefur verið upp á tónlistarnám í nokkrum grunnskólum borgarinnar og var nemendum Landakotsskóla t.a.m. síðastliðinn vetur boðið upp á að læra á ákveðin hljóðfæri og fékk skólinn styrk frá borginni til kennslunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert