Öryggisvörður grunaður um íkveikju

Öryggisvörður sem starfar hjá öryggisgæslufyrirtæki er grunaður um að hafa kveikt í lyftara sem stóð við Rúmfatalagerinn við Smáratorg í Kópavogi. Maðurinn tilkynnti um brunann og slökkti eldinn. Upptökur úr eftirlitsmyndavél urðu til þess að grunur féll á manninn.

Öryggisvörðurinn tilkynnti um brunann á aðfaranótt laugardags. Grunur féll á manninn þegar upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi voru skoðaðar um morguninn. Ekki var upplýst um hvort maðurinn sæist beinlínis bera eld að lyftaranum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert