Jarðskjálfti upp á 5,5 á Richter á Norðurlandi

Kort af vefsvæði Veðurstofunnar sem sýnir hvar skjálftarnir urðu.
Kort af vefsvæði Veðurstofunnar sem sýnir hvar skjálftarnir urðu.

Tveir jarðskjálftar urðu úti fyrir Norðurlandi rétt fyrir klukkan 16 í dag. Seinni skjálftinn var upp á 5,5 á Richter og varð hans vart víða á Norðurlandi. Jarðskjálftans varð m.a. vart á Húsavík, Grímsey og á Akureyri og að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðskjálftafræðings á Veðurstofunni, eru upptök skjálftans um 20 kílómetra austsuðaustur af Grímsey.

Mikill fjöldi eftirskjálfta hefur fylgt í kjölfarið og eru þrír þeirra yfir 3 stig á Richter.

Magnús Þór Bjarnarson, íbúi í Grímsey, segist hafa orðið greinilega var við stærsta skjálftann. „Þetta var eins og högg og ég heyrði drururnar. Þetta væri eins og það væri keyrt á húsið,“ segir Magnús. Hann segist aðeins hafa orðið var við stærsta skjálftann en ekki hina skjálftana. Hann sagðist ekki ætla að skjálftinn væri það sterkur að neinn hefði slasast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka