Háskólalistinn í oddaaðstöðu í Stúdentaráði

Háskólalistinn fékk einn mann kjörinn í Stúdentaráð í kosningunum er fram fóru meðal nemenda í Háskóla Íslands í gær, en listar Vöku og Röskvu fengu hvor um sig fjóra menn. Kjörsókn var tæplega 38 prósent.

Háskólalistinn fékk 414 atkvæði, eða 12,5%; Vaka 1542 atkvæði, eða 46,6%; Röskva 1253 atkvæði, eða 37,9%; Alþýðulistinn fékk 100 atkvæði, eða 3% og engan mann kjörinn.

20 fulltrúar sitja í Stúdentaráði og hafa Vaka og Röskva 9 fulltrúa hvor flokkur en Háskólalistinn hefur 2 fulltrúa og er því í oddaaðstöðu í ráðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert