Ósk Landsnets um eignarnám í tveimur jörðum hafnað

Iðnaðarráðuneytið hefur hafnað beiði Landsnets um eignarnám á tveim jörðum í Reyðarfirði, Seljateigshjáleigu og Áreyjum, vegna lagningar Fljótsdalslína 3 og 4 milli Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaráls í Reyðarfirði.

Ráðuneytið féllst hins vegar á ósk Landsnets um að taka eignarnám í þremur jörðum á Héraði, á Geirólfsstöðum, Langhúsum og Eyrarteigi.

Beiðni um eignarnámsheimildirnar var lögð fram á grundvelli 23. gr. raforkulaga. Komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að ef ekki yrði af lagningu línanna þá myndi það hafa veruleg áhrif á hagsmuni fjölda aðila. Almennar forsendur væru til að veita heimild til eignarnáms á jörðunum þrem. Hvað varðar Áreyjar og Seljateigsháleigu héldu eigendur því fram að ekki hefði verið fullreynt með samningaleiðina, öndvert við staðhæfingar Landsnets.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert