Forsetahjónin í fjósið

Dorrit Moussaieff spjallar við kýrnar í fjósinu á Hríshóli.
Dorrit Moussaieff spjallar við kýrnar í fjósinu á Hríshóli. mbl.is/Benjamín

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, forsetafrú, eru í opinberri heimsókn í Eyjafjarðarsveit í dag. Þau heimsóttu skólana á Hrafnagili í morgun í fylgd Bjarna Kristjánssonar, sveitarstjóra, og Hólmgeirs Karlssonar, oddvita.

Eftir að hafa snætt hádegisverð í meðferðarheimilinu að Laugalandi lá leiðin í nýlegt hátæknifjós á Hríshóli, en þar búa Sigurgeir Hreinsson og Bylgja Sveinbjörnsdóttir. Þau sýndu forsetahjónunum fjósið, kýrnar og mjaltaþjóninn og sýndi þau þessari nýju tækni mikinn áhuga.

Í kvöld verður mikil hátíð til heiðurs forsetahjónunum í íþróttahúsinu á Hrafnagili.

Forsetahjónin í fjósinu á Hríshóli í dag.
Forsetahjónin í fjósinu á Hríshóli í dag. mbl.is/Benjamín
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert