Veitingastaður býður upp á 6,75 kg hamborgara

Veitingastaður í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum býður nú upp á hamborgara sem vegur 6,75 kg. Getur staðurinn nú státað af því að hafa stærsta hamborgara í heimi á matseðli sínum.

Borgarinn er með 4,7 kílóum af kjöthakki, 25 ostsneiðum, heilu salat höfði, þremur tómötum, tveimur laukum, einum og hálfum bolla af majónesi, kryddi, tómatsósu, sinnepi, piparávöxtum og brauði. Kostar hann 30 dollara eða 1.890 krónur.

„Hann er nóg fyrir tíu manna fjölskyldu,“ segir Denny Liegey, eigandi staðarins, Dennys Best Barrel Pub.

Fjórir menn fengu sér borgarann um helgina en enginn gat klárað hann, og þurftu þeir allir að taka afganginn með sér heim.

„Þetta er aðeins of mikið fyrir mig. Þetta er eins og að borða hálfa kú,“ sagði Steve Hepburn, einn mannanna fjögurra.

Hver sagði svo að allt væri stærst í Ameríku?

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson