Annasöm nótt hjá lögreglu í Reykjavík og á Akureyri

Fjölmenni var og mikil stemming á Stuðmannatónleikum í Laugardal í …
Fjölmenni var og mikil stemming á Stuðmannatónleikum í Laugardal í gærkvöldi mbl.is/ÞÖK

Miklar annir voru hjá lögreglu bæði í Reykjavík og á Akureyri í nótt. Í Reykjavík var töluvert af fólki í bænum fram undir morgun og kom það lögreglu á óvart hversu mikið var um fyllerí og læti. Nokkur minniháttar fíkniefnamál komu upp og fimm voru teknir ölvaðir við akstur, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Um átta þúsund manns voru á tónleiku Stuðmanna í Laugardal í gærkvöldi og þurfti lögregla engin afskipti að hafa af þeim sem þar voru.

Á Akureyri var einnig mikið að gera hjá lögreglu þó engin alvarleg mál kæmu upp. Nokkuð var þó um slagsmál og voru nokkrir aðilar fluttir undir læknishendur vegna þeirra. Þá komu ellefu fíkniefnamál upp í bænum á síðasta sólarhring en samkvæmt upplýsingum lögreglu var í öllum tilfelum um neysluskammta að ræða, sem fundust við leit á mönnum sem lögregla kannaðist við.

Stuðmenn voru í miklu stuði tónleikum í Laugardal í gærkvöldi
Stuðmenn voru í miklu stuði tónleikum í Laugardal í gærkvöldi mbl.is/ÞÖK
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert