Telur frumvarp ganga lengra en góðu hófu gegnir

Karl Sigurbjörnsson
Karl Sigurbjörnsson mbl.is7Þorkell
Eftir Örnu Schram arna@mbl.is
KARL Sigurbjörnsson, biskup Íslands, telur að með heimild samkynhneigðra para til frumættleiðingar og tæknifrjóvgunar, sem lögð er til í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um réttarstöðu samkynhneigðra, sé gengið lengra en góðu hófu gegnir. Þetta kemur m.a. fram í umsögn biskups Íslands um frumvarpið. Umsögnin hefur verið send allsherjarnefnd þingsins, sem hefur málið til umfjöllunar.

Biskup segir í upphafi umsagnarinnar að frumvarp ríkisstjórnarinnar um réttarstöðu samkynhneigðra sé víðtækt og býsna róttækt. "Reyndar virðist sem hér sé gengið lengra en nágrannar okkar hafa treyst sér til," skrifar hann og bætir því við að þjóðkirkjan hafi stutt samkynhneigða í réttindabaráttu þeirra og að hún hafi staðið að samtali um stöðu þeirra í samfélaginu. "Mörg meginatriði þessa frumvarps má álíta eðlilega bót í ljósi reynslunnar," skrifar hann.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert