Átta pör giftu sig í flugvél Icelandair

Átta hollensk pör voru í gær gefin saman af séra Pálma Matthíassyni um borð í flugvél Icelandair í tilefni af Valentínusardeginum. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, fór athöfnin fram í ganginum á SagaClass skömmu eftir að flugvélin var komin inn í íslenska lofthelgi.

Eftir lendingu lá leið brúðhjónanna í Bláa Lónið þar sem dekrað var við þau áður en haldið var í bæinn, en þau gista á Nordica hóteli og þar var framreiddur sérlegur brúðkaupskvöldverður í gærkvöldi.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert