Lóðir sem gengu af auglýstar að nýju

samþykkt var í borgarráði í gær að auglýsa að nýju 10 einbýlishúsalóðir sem gengu af í útboði í Úlfarsárdal. Meðalverð einbýlishúsalóðanna sem seldust var um 14 milljónir króna.

Dagur B. Eggertsson, formaður Skipulagsráðs, segir lóðir vissulega misjafnar, en í þessu tilviki hafi þeir sem buðu haft mestan áhuga á öðrum lóðum en þeim sem gengu af. "Við stóðum mjög dyggan vörð um það að enginn gæti hamstrað, að hver einstaklingur fengi aðeins eina lóð," segir Dagur. "Þeir sem buðu í margar lóðir fengu aðeins eina. Nú gefst tíu nýjum fjölskyldum færi á að koma yfir sig þaki þarna."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert