Stefnt að lækkun matarskatta á næsta ári

Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður og fundarstjóri, Halldór Blöndal alþingismaður og Kristján …
Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður og fundarstjóri, Halldór Blöndal alþingismaður og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri hlýða á ávarp Geirs H. Haarde formanns Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Skapti

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, voirðisaukaskatti og vörugjöldum verði hægt að lækka verð á matvælum hér á landi frá og með næsta ári. Þetta kom fram í máli hans við setningu flokksráðs-, foi hans við setningu flokksráðs-, formanna- og frambjóðendafundar flokksins á Akureyri í dag.

Geir sagði að nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar ynni nú í því að rannsaka með hvaða hætti unnt kunni að vera að lækka matvælaverð í landinu. „Við sjálfstæðismenn ályktuðum um það 2003 að það bæri að lækka virðisaukaskattinn á matvælum enn frekar en gert var fyrir 10 árum. Ég geri mér vonir um að um þetta mál geti náðst viðunandi niðurstaða þó ekkki sé ennþá ljóst í hvaða formi það verður. En þarna er ákveðið verk að vinna og eftir því sem memm skoða þetta mál meira kemur á daginn að þarna er ákveðinn frumskógur af gjöldum sem er hægt að taka til í og snertir bæði vörugjöld og virðisaukaskatt. Við bíðum eftir niðurstöðu í því efni, ég vona að hún verði komin þannig að eitthvað verði hægt að gera í þessu máli frá og með næsta ári,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert