Mótmælaakstur um Óshlíð í vikunni

Óshlíð.
Óshlíð. mbl.is/Loftmyndir ehf.

Bolvíkingar hyggjast fjölmenna í mótmælaakstri á Óshlíðinni á fimmtudag. Markmiðið er að vekja athygli á óánægju Bolvíkinga með samgöngur til bæjarins.

Fram kemur á fréttaveg Bæjarins besta, að til stendur að bæjarbúar safnist saman í bílum sínum klukkan 19:30 og aki fylktu liði Óshlíðina með flögg, bílflautur og blikkandi ljós.

„Vonum svo bara að ekki hrynji úr hlíðinni rétt á meðan! Þetta er það sem við hugsum öll þegar við ætlum hlíðina og það er í raun ekki ásættanlegt eða hvað finnst ykkur? Við Bolvíkingar viljum jarðgöng og öruggar samgöngur við aðra landshluta," segir m.a. í bréfi á vefnum vikari.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert