ÍSALP ályktar um Kárahnjúkavirkjun

Ályktun frá Íslenska Alpaklúbbnum:

„Félagsfundur Íslenska Alpaklúbbsins harmar þau óafturkræfu náttúruspjöll sem eiga sér stað vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þar fara forgörðum gríðarleg náttúruauðæfi sem verða með engu móti endurheimt.

Jafnframt skorar fundurinn á íslensk stjórnvöld að stíga varlega til jarðar í áætlunum um frekari nýtingu íslenskrar náttúru til raforkuframleiðslu til stóriðju. Á þessari stundu liggja fyrir áætlanir um framkvæmdir á viðkvæmum útivistarsvæðum svo sem við Langasjó, á Torfajökulssvæðinu, í Kerlingarfjöllum, víða á Reykjanesi og Hellisheiði.

Ljóst er að slíkar framkvæmdir munu skerða verulega möguleika fólks til að njóta þess að stunda útivist í okkar stórbrotnu og einstöku náttúru," að því er segir í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert