Atvinnurekendur hvattir til að leiðrétta kynbundinn launamun

Femínistavikan hófst í dag með því að Atvinnu- og stjórnmálahópur Femínistafélagsins sendi frá sér tvær áskoranir, annars vegar voru atvinnurekendur hvattir til að leiðrétta launamun kynjanna og hins vegar voru stjórnmálaflokkar hvattir til að grípa til aðgerða til fjölga konum á þingi.

Á föstudaginn kl. 8 verður morgunverðarfundur í Blómasal Hótel Loftleiða þar sem handhafar Bleiku steinanna, allt fjölmiðlafyrirtæki, fara yfir hvað þau eru að gera í jafnréttismálum. Á eftir verða umræður. Á laugardaginn gera femínistar sér glaðan dag og verður það nánar tilkynnt á vefsíðunni feministinn.is.

Vefur Femínistafélagsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert