Launajafnrétti eftir 581 ár?

Runólfur Ágústsson
Runólfur Ágústsson Ásdís Haraldsdóttir

Kynbundin launamunur á vinnumarkaði er staðreynd og nú blasir það við okkur að samkvæmt þeirri könnun sem við erum hér að fjalla um dregur afar hægt úr þessum smánarbletti á okkar atvinnulífi og samfélagi. Þegar búið er að framkvæma svokallaða leiðréttingu á kynbundnum launamun var svokallaður óútskýrður launamunur 16% árið 1994 en er 15,7% í dag. Þetta er ekki mikil huggun nýbökuðum foreldrum stúlkubarna því þegar þær fá aldur til getum við skýrt út fyrir þeim að jöfnun rétti þeirra til launa verði með sama áframhaldi náð árið 2588, eða eftir 581 ár. Það er langur tími að bíða, bæði fyrir foreldra og börn. 581 ár. Þetta kom fram í erindi Runólfs Ágústssonar, rektors Háskólans á Bifröst á málþingi um launajafnrétti.

„Í könnun sem við hér á Bifröst gerðum fyrir einu og hálfu ári síðan kom í ljós allt að 50% munur á heildarlaunum nýútskrifaðra viðskiptafræðinga eftir kynferði. Skólinn, og sérstaklega sá sem hér talar, voru á þeim tíma harkalega gagnrýndir fyrir að draga það mál fram. Ég taldi þá, og tel enn, að samanburður á heildarlaunum geti gefið okkur á margan hátt skýrari og enn verri mynd af hinum raunverulega launamun," að sögn Runólfs.

Ræða Runólfs Ágústssonar í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert