Strætó milli Egilsstaða og Fellabæjar

Frá Egilsstöðum
Frá Egilsstöðum mbl.is/Steinunn

Almenningssamgöngur hefjast á milli Fellabæjar og Egilsstaða þann 8. janúar 2007. Í upphafi verða farnar átta ferðir á dag, til reynslu í þrjá mánuði, að því er segir á vef Fljótdalshéraðs. Á þeim tíma verður gerð neytendakönnun, þ.e. kannað verður hvort þjónustan er að mæta kröfum notenda, t.d. hvort tímasetningar henta. Ekið verður á einum bíl alla virka daga og er lagt upp frá Fellabæ.

Frá því í haust hefur íbúum Fljótsdalshéraðs gefist kostur á að nýta sér almenningssamgöngur í dreifbýli frá þéttbýliskjörnunum Hallormsstað, Eiðum og Brúarási, sem reknar eru í tengslum við skólaakstur. Nánari upplýsingar um almenningssamgöngur er hægt að nálgast hjá fasteigna- og þjónustufulltrúa Fljótsdalshéraðs og á heimasíðu sveitarfélagsins. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs eru þessar ferðir gjaldfrjálsar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert