Ætlar að hjóla kringum Bandaríkin

Guðbrandur Einarsson og Bjarki Birgisson en þeir gengu kringum landið …
Guðbrandur Einarsson og Bjarki Birgisson en þeir gengu kringum landið árið 2005.

Bjarki Birgisson hyggst hjóla hringinn um meginland Bandaríkjanna, tæplega 30 þúsund kílómetra leið, og afla með því stuðnings til stofnfrumurannsókna. Hann stefnir að því að hefja ferðina um mitt ár 2008 og telur að ferðalagið geti tekið allt að þremur árum.

Bjarki er afreksmaður í sundi og vakti ganga hans og Guðbrands Einarssonar hringinn í kringum landið 2005 undir yfirskriftinni „Haltur leiðir blindan" mikla athygli. Einnig hjólaði Bjarki í kringum Ísland sumarið 2006 ásamt Gyðu Rós Bragadóttur til stuðnings BUGL. Bjarki er hreyfihamlaður vegna CP (cerebral palsy).

Rætt er við Bjarka í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert