Biblíuvers á SMS máli?

Hið íslenska Biblíufélag er með margt á prjónunum í tilefni þess að Nýja Biblían kemur út 29. ágúst nk. Biskup Íslands upplýsti á prestastefnu að meðal verkefna sem eru á döfinni er Biblíuvefur með margvíslegu efni um Biblíuna sem sérstaklega er ætlað ungu kynslóðinni.

„Gerð hefur verið tilraun til að fá ungt fólk til að þýða nokkur biblíuvers yfir á SMS-mál. Hefur komið upp sú hugmynd að þetta gæti verið skemmtilegt verkefni í fermingarfræðslunni, þ.e. að fermingarbörnin væru látin skrifa þekkta biblíutexta á SMS og senda þá til félagsins sem mundi velja þá bestu úr og bjóða á heimasíðu sinni upp á möguleikann á að fá biblíutexta sendan í farsímann," sagði biskup.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka