Samið um gagnkvæma aðstoð í neyðarþjónustu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brunavarnir Árnessýslu, Slökkvilið Hveragerðis og Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafa gert með sér samkomulag um gagnkvæma aðstoð og sameiginleg viðbrögð þar sem þjónustusvæði þeirra liggja saman. Samkomulagið nær meðal annars til virkjana Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum og Hellisheiði, Þingvalla, Hellisheiðar og Þrengslavegar.

Tilgangur samningsins er að tryggja sem skjótust, öruggust og öflugust viðbrögð við slysum, bráðatilfellum, eldsvoðum, eiturefnaslysum og öðrum atburðum þar sem þörf er á sjúkraflutningum og/eða slökkviliði. Flokkist viðkomandi atburður í efsta eða næstefsta forgangsstig er gert ráð fyrir að viðbragðsaðilar séu virkjaðir beggja vegna frá og allir séu upplýstir um gang mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert