Kannað hvort Mjólkursamsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að tilgangur húsleitar hjá Mjólkursamsölunni ehf., Auðhumlu svf. og Osta- og smjörsölunni sf. í dag hafi verið til að afla gagna í athugun sem miðar að því að ganga úr skugga um hvort þessir aðilar hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína.

Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri Mjólkursamsölunnar, segist gera ráð fyrir að ekkert muni koma út úr húsleit Samkeppniseftirlitsins sem geti skaðað fyrirtækið. Það lúti opinberri verðlagningu og öll viðskiptakjör þess séu gegnsæ.

„Við höfum verið að fylgjast með þessum markaði og það var niðurstaðan að það væri nauðsynlegt að hefja þessa athugun,“ sagði Páll Gunnar í samtali við Morgunblaðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert