Össur ræðir við forseta Indónesíu um samstarf á sviði jarðvarma

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra.
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. mbl.is/Friðrik

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra mun í dag eiga fund með Susilo Bambang Yudhoyono, forseta Indónesíu. Jafnframt hafa verið boðaðir á fundinn Purnomo Yusgiantoro, orkumálaráðherra Indónesíu, og Freddy Numberi, ráðherra sjávarútvegsmála.

Tilefni fundarins er að ræða mögulegt samstarf Indónesíu og Íslands á sviði jarðvarmaorkuvinnslu og fiskveiða, en miklir ónýttir fiskistofnar eru við strendur Indónesíu.

Að sögn iðnaðarráðuneytisins munu ráðherrarnir einnig ræða aukið samstarf á sviði rannsókna og menntunar í tengslum við jarðhita, þar á meðal hugmynd um árleg námskeið fyrir jarðhitafræðinga frá Asíulöndum um rannsóknir og nýtingu jarðhita til raforkuframleiðslu, sem haldin yrðu í Indónesíu.

Össur segir á bloggsíðu sinni, að Indónesíumenn vilji fá inn í samming við ríkisstjórn Íslands, að þjóðirnar vinni saman að því að nýta jarðvarma til framleiðslu á málum. Óski Indónesíumenn sérstaklega eftir því að báxít yrði nefnt í samningnum.

„Á mæltu máli þýðir það að Indónesar vilja fá þekkingu og kapítal til að virkja jarðvarma á úteyjum, þar sem ekki er fólk til að selja á almennum markaði, og byggja upp íslensk álver í Indónesíu! Íslensk álver á Indónesísku eyjunum knúin jarðhita sem skapaður er með íslenskri þekkingu og kapítali, gæti því orðið niðurstaða þessarar ferðar minnar. Það var annað en til var stofnað, en ég gleðst eigi að síður yfir þem árangri, sem var hin handfasta eftirtekja dagsins," segir Össur.

Bloggsíða Össurar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert