Segja vöruverð hækkað þegar ekki er von á könnunum

Fréttastofa Útvarpsins hefur eftir fyrrum starfsmönnum Bónus og Krónunnar, að samkomulag sé á milli fyrirtækjanna um vöruverð og einnig sé vöruverð hækkað seinnipart dags og um helgar þegar ekki er von á verðkönnunum.

RÚV hafði eftir einum starfsmanni í hádegisfréttum að vöruverð sé lækkað þegar verðkannanir fari fram og ódýrari vörur faldar fyrir neytendum. Þær séu dregnar fram, þegar kannanir eru gerðar. Segir fréttastofa RÚV, að fréttamenn hafi sannreynt þetta.

Í fréttum klukkan 16 kom fram, að margir fyrrum starfsmenn verlananna hafi í kjölfarið haft samband við fréttastofuna og staðfest þessar fréttir.

Fréttamenn Útvarpsins kynntu sér vöruverð í Bónus og Krónunni, bæði sem óbreyttar húsmæður og síðan sem fréttamenn og sannreyndu þar margt af því sem starfsmaðurinn fullyrti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert