Mengun Varmár metin

Að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðis eru engar hreinsunaraðgerðir sem hægt er að grípa til vegna klórlekans sem varð við sundlaugina í Laugaskarði.

Aldís sagði að klórflekkurinn hafi runnið til sjávar og að nú sé ekkert hægt að gera nema að meta það tjón sem hann kann að hafa valdið.

Tryggvi Þórðarson vatnavistfræðingur við Rannsókna og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði sagði að nú yrði stefnt að því að telja fiska fyrir ofan og neðan þann stað sem varð fyrir mengun og meta tjónið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert