Allt gert til að hindra klórslys

Mengunarslys varð í Varmá í vegur og þá drapst mikið …
Mengunarslys varð í Varmá í vegur og þá drapst mikið af fiski. mbl.is/RAX

Búið er að setja upp nýjan klórbúnað við sundlaugina í Laugarskarði í Hveragerði eftir klórslysið í byrjun desember sem olli því að mikið af klór lak út í Varmá án þess að bæjaryfirvöld fréttu af málinu fyrr en nokkrum dögum síðar.

Að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra hafa bæjaryfirvöld fengið verkfræðiráðgjöf til að ganga sem tryggilegast frá búnaðinum og munu þau gera allt sem í valdi þeirra stendur til að fyrirbyggja að slys sem þetta endurtaki sig.

„Allra fyrstu niðurstöður benda til þess að það hafi ekki drepist allt líf í ánni,“ segir hún. „En fiskur sem lenti í klórskýinu drapst. Auðvitað var þónokkuð mikið af fiski ofan við slysstaðinn og sömuleiðis eru hrygningarstöðvarnar að öllum líkindum fyrir ofan. Strax nokkrum dögum eftir slysið vorum við því farin að sjá fisk í ánni.“

Aukakostnaður fyrir bæinn vegna aðgerða í kjölfar slyssins hleypur á milljónum króna, að sögn Aldísar, enda kostar umbúnaður í kringum klórgeyminn sitt, auk þess sem greiða þarf fyrir úttekt verkfræðistofunnar. Þá hefur verið ráðinn starfsmaður til að vinna úr rannsóknasýnum úr ánni og hlýst einnig af því einhver kostnaður.

„Við erum búin að fara yfir málið með starfsmönnum bæjarins og bæta verkferla varðandi tilkynningar um svona slys og sinna rannsóknavinnu að auki. Ég tel í rauninni að allt hafi verið gert til að koma í veg fyrir svona lagað aftur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert