Framkvæmdastjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokki

Kjartan Gunnarsson afhendir Andra Óttarssyni lykla að skrifstofum Sjálfstæðisflokksins. Geir …
Kjartan Gunnarsson afhendir Andra Óttarssyni lykla að skrifstofum Sjálfstæðisflokksins. Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fylgjast með.

Kjartan Gunnarsson hætti störfum sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins um áramótin Andri Óttarsson tók við starfinu. Framkvæmdastjóraskiptin fóru fram á fundi Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns flokksins, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og varaformanns, með Kjartani og Andra í Valhöll í dag.

Greint var því á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins 3. október sl., að Kjartan Gunnarsson óskaði eftir að láta af störfum.  Um leið og miðstjórnin fellst á þá ósk var samþykkt að ráða Andra Óttarsson hdl. í starf framkvæmdastjóra.  Ákveðið var að framkvæmdastjóraskiptin skyldu fara fram samkvæmt nánara samkomulagi formanns flokksins og fráfarandi og viðtakandi framkvæmdastjóra.

Andri kom til starfa á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í byrjun október og hefur starfað með fráfarandi framkvæmdastjóra síðan. Kjartan hefur verið framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá því haustið 1980.

mbl.is