Framleiðsla íslenska neftóbaksins
Eina tóbaksverksmiðja landsins lætur lítið yfir sér. Hún er í tveimur herbergjum í lágreistri byggingu ÁTVR við Stuðlaháls. Þar er framleitt neftóbak samkvæmt áratugagamalli hefð.
Hrátóbak
Hrátóbakið kemur malað í 200 kílóa kössum frá Svíþjóð. Áður var það malað í stórri kvörn í húsnæði ÁTVR við Borgartún og var kvörnin svo hávær að hún var látin mala á nóttunni.