Eldgosið í Eyjafjallajökli

Myndarlegir gígar hafa myndast í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi, sem hófst á laugardagskvöld. Talsvert hraun hefur runnið í gosinu. Haraldur Sigurðsson, eldfjallasérfræðingur, segir að kvikan kunni að vera svipuð og var í Heimaeyjargosinu árið 1973. Þór Kjartansson, sem komst nálægt gosstöðvunum í gær ásamt félögum sínum í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík, tók þessar myndir.

Rauðglóandi hraunið í gígnum á Fimmvörðuhálsi.
Rauðglóandi hraunið í gígnum á Fimmvörðuhálsi.