Íslendingurinn hættur í Tý

Týr.
Týr.

Færeyska víkingametalsveitin Týr er Íslendingum að góðu kunn. Bæði hefur hún komið hingað til lands til tónleika og svo naut "Ormurin langi" mikilla vinsælda. Ennfremur hefur frumraun sveitarinnar How far to Asgaard selst í tæpum 3000 eintökum og hefur önnur breiðskífa hennar, Eric the Red, hlotið lofsamlega dóma.

Greint var frá því í maí að 28 ára gítarleikari úr Mývatnssveit, Ottó Páll Arnarson, hefði gengið til liðs við færeysku víkingametalsveitina Tý. Í tilkynningu frá Tý segir að slitnað hafi uppúr samstarfinu og að gamli gítarleikari sveitarinnar, Terji Skibenæs, sé genginn aftur í hana.

"Það var erfitt að láta hlutina ganga upp yfir Norður-Atlantshafið. Ottó þurfti að vera í burtu frá konu sinni og tveimur dætrum um langt skeið í senn og reyndist það sífellt erfiðara. Ottó er nú kominn aftur til Íslands til fjölskyldu sinnar," segir í tilkynningu frá sveitinni.

"Okkur langar að þakka Ottó fyrir þann tíma sem hann eyddi með okkur og ekki síst fyrir tónleikana á Íslandi," segir ennfremur í tilkynningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant