Díana stríddi við átröskunarsjúkdóm og sjálfsmorðshugleiðingar

Díana prinsessa af Wales
Díana prinsessa af Wales AP

Díana prinsessa af Wales var haldin átröskunarsjúkdómnum búlimíu og stríddi jafnframt við sjálfmorðshugsanir á tímabili, en þetta kom fram í þætti á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC í gær. Í þættinum voru leiknar hljóðupptökur af samtölum Díönu við Andrew Morton ævisöguhöfund hennar, en samtölin voru hljóðrituð 1991. „Ég sýndi augljóslega allt aðrar hliðar á mér opinberlega en ég gerði í einkalífi mínu,“ segir Díana meðal annars í upptökunum.

Opinberlega vildu allir að ævintýraprinsessan mætti á svæðið snertu þá og við það yrði allt að gulli og allar áhyggjur hyrfu eins og dögg fyrir sólu,“ segir prinsessan meðal annars í hljóðupptökunum. Díana sagði að engin hefði getað sé hversu miklar þjáningar hún leið innra með sér, vegna lágs sjálfsmats.

Aðspurð um brúðkaupsdag hennar og Karls, krónprins Breta 1981, segir Díana í upptökunum, að henni hafi hreint ekki liðið vel. „Mér leið eins og lambi á leið til slátrunar. Þetta var allt svo fáránlegt,“ segir hún. Hún segir jafnframt að brúðkaupsnótt þeirra hafi verið mjög skrýtin.

„Grét úr mér augun í brúðkaupsferðinni“

Díana segir að hún hafi verið vongóð við upphaf brúðkaupsferðar þeirra Karls á konunglegu snekkjunni Britanniu, en á öðrum degi ferðarinnar hafi þessar vonir hennar verið orðnar að engu. „Ég grét úr mér augun í brúðkaupsferðinni. Á fyrstu vikunni eftir að við snerum aftur lærði ég að hegða mér sem konungborin væri. Mér var hreinlega hent út í djúpu laugina og enginn kom mér til aðstoðar.“

Glíma Díönu við búlimíu varð opinber að nokkru leyti 1986, en þá leið yfir hana þegar hún var, ásamt Karli, á ferðalagi um Kanada. Samkvæmt opinberum útskýringum féll Díana í yfirlið af þreytu, en hún segir að Karl hafi reiðst henni fyrir að falla í yfirlið. „Maðurinn minn varð mjög reiður. Hann sagði að ég hefði betur látið líða yfir mig einhversstaðar þar sem minna hefði borið á því. Þetta var allt mjög vandræðalegt og innra með mér vissi ég að það var eitthvað að, en ég var of óþroskuð til þess að gera eitthvað í því,“ segir Díana meðal annars í hljóðupptökunum.

Díana reyndi að fremja sjálfsmorð 1982, þegar hún var gengin þrjá mánuði með eldri son hennar og Karls, en hjónaband þeirra gekk þá afar illa að hennar sögn. Í samtalinu við Morton dregur hún upp fremur dökka mynd af Karli og er honum lýst sem kuldalegum og fáskiptnum. „Karl sagði að ég væri væluskjóða en ég sagði honum að mér liði mjög illa. Þá sagði hann að hann ætlaði ekki að hlusta á mig og að ég væri alltaf að gera honum þetta. Að þessu loknu sagðist hann vera farinn í útreiðartúr,“ sagði Díana.

„Við þetta henti ég mér niður stigann í höllinni, vitandi það að ég væri ófrísk. Drottningin kom aðvífandi og varð skelfingu lostin. Ég vissi að ég myndi ekki missa fóstrið, en ég var töluvert marin í kringum magann. Og Charles fór samt í útreiðartúrinn,“ segir Díana í hljóðupptökunum frá árinu 1991.

Díana og Dodi Fayed, unnusti hennar, létust í bílslysi í París 1997, einu ári eftir að hún skildi við Karl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler