Vilja banna kossa á almannafæri

Þingmenn í Indónesíu hafa lagt fram frumvarp um að fólki verði bannað að kyssast opinberlega og dansa erótíska dansa. Gert er ráð fyrir að viðurlög verði allt að 5 ára fangelsi.

Þá hafa stjórnvöld á indónesísku eyjunni Batam boðað, að ráðist verði til inngöngu í íbúðir í leit að fólki sem býr saman án þess að vera gift, og því verði síðan gert að giftast.

Þessar tillögur endurspegla aukin áhrif íslamstrúar í Indónesíu og mun væntanlega gleðja múslimaklerka, sem lengi hafa fullyrt að lög í landinu eigi að endurspegla íslömsk gildi. Um 80% Indónesa eru íslamstrúar.

Verði frumvarpið samþykkt verða kossar og önnur ástaratlot bönnuð á almannafæri. Þá mun það einnig varða við hegningarlög að dansa erótíska dansa og taka þátt í eða skipuleggja kynlífssýningar.

Hugmyndir um slík lagaákvæði hafa komið upp öðru hvoru frá árinu 2001 en ekki náð fram að ganga til þessa. Frumvarpið hefur ekki enn verið tekið til umræðu í þinginu.

Stjórnvöld á Batam ætla 16. mars að hefja leit að ógiftum pörum sem búa saman. Blaðið Jakarta Post hefur eftir embættismanni á eyjunni að Indónesar fylgi asískum siðum sem leggi áherslu á siðgæði - ólíkt vestrænum ríkjum sem leyfi þetta háttalag.

Umfangsmikill kynlífsiðnaður er á Batam og þar starfar fjöldi vændiskvenna. Flestir viðskiptavinirnir koma frá Singapúr en um 40 mínútur tekur að sigla á milli staðanna með ferju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson