Mótmælendurnir sem ruddust upp á palla Alþingis síðdegis, hræddu næstum því líftóruna úr Siv Friðleifsdóttur og fleiri þingmönnum. Siv brá svo mikið að hún íhugaði að hlaupa bak við púltið og fela sig. Lögreglumenn voru á hlaupum um Alþingishúsið í allan eftirmiðdag.