Fengu hamingjuna í arf frá víkingunum

Nútímavíkingur á Hjaltlandseyjum.
Nútímavíkingur á Hjaltlandseyjum.

Vísindamenn í Árósum í Danmörku segjast hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þjóðir, sem komnar eru af víkingum, séu almennt hamingjusamari en aðrar þjóðir. Ástæðan sé sú, hve félagslegt stuðningskerfi víkinganna var vel þróað og kynslóðirnar, sem eftir komu, hafi fengið það í vöggugjöf.

Á fréttavef Berlingske Tidende er haft eftir Christian Bjørnskov, lektor í viðskiptaháskólanum í Árósum, að 2/3 hlutar dönsku þjóðarinnar telji sig geta treyst á annað fólk. Þetta sé mun hærra hlutfall en t.d. í Frakklandi og rannsóknir bendi til þess, að þessi samkennd eigi stóran þátt í því hvað Danir eru hamingjusamir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert