Kjarnakóda EVE Online lekið á netið

Eve Online gerist í fjarlægum heimi.
Eve Online gerist í fjarlægum heimi.

Svokallaður kjarnakódi EVE Online tölvuleiksins hefur lekið út á netið og er að sögn sænsku leikjasíðunnar fz.se fáanlegur á vefsíðum sem dreifa tenglum á efni sem er verndað af höfundarrétti. Á fz.se kemur fram að CCP Games sem framleiðir leikinn hafi staðfest stuldinn en segir jafnframt að honum fylgi engin hætta hvorki fyrir spilara eða CCP.

Kjarnakódinn (source code) eru tölvuskrár sem eru forritunarkjarni leiksins og tæknilega gætu þeir sem hafa komist yfir þær skrár endurskapa leikinn.

Vefþjónar CCP þar sem leikinn er að finna eru vandlega varðir og þess gætt að engar óæskilegar upplýsingar fari inn á þá eða út af þeim.

á fz.se kemur fram að stuldur sem þessi hefur áður plagað aðra stóra leiki á borð við Half-Life 2 og Doom 3.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert