Óðinn úr silfri fannst í Danmörku

Líkneskið af Óðni og hröfnunum.
Líkneskið af Óðni og hröfnunum.

Minjasafnið í Hróarskeldu tilkynnti í gær, að því hefði áskotnast lítil silfurmynd sem sýnir Óðinn sitja í hásæti sínu, Hliðskjálf með hrafna sína, Hugin og Munin. Gripurinn, sem er aðeins um 2 sentimetrar í þvermál, fannst í jörðu skammt frá Hróarskeldu í byrjun september.

Um er að ræða merkan fund en ekki er vitað til að áður hafi fundist líkneski af þessu tagi í Danmörku fyrr. Það var Tommy Olesen, dýralæknir og áhugamaður um fornleifafræði, sem fann líkneskið þar sem hann var að leita með málmleitartæki við Lejre. 

Talið er að líkneskið sé frá árinu 900 eða um það bil. Danskir kóngar bjuggu í Lejre á þeím tíma.

Heimasíða Roskilde Museum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert