Gætu starfað á Sauðárkróki eða Húsavík

Ef nýsköpunarfyrirtækjum eins og CCP væri boðið upp á sams konar skattaafslætti og kjör og stóriðjunni væri ekkert því til fyrirstöðu að CCP starfaði á Sauðárkróki eða þess vegna Húsavík. Þetta kom fram í máli Reynis Harðarsonar, sköpunarstjórnanda og eins stofnenda fyrirtækisins CCP, sem framleiðir EVE-Online tölvuleikinn. Sagði Reynir stóriðjustefnu stjórnvalda kosta fyrirtæki sitt umtalsverðar tekjur, en kostnaður þess væri allur innlendur og tekjurnar nær allar erlendis frá, í dollurum og evrum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert