Orkudrykkir draga úr timburmönnum

Fólk sem drekkur blöndu af áfengi og orkudrykk finnur síður fyrir timburmönnum daginn eftir en ef blandan er önnur. Í Svenska Dagbladet er greint frá brasilískri rannsókn sem bendir til þessa.

Vísindamennirnir komust jafnframt að því að þeir sem blanda áfengi og orkudrykkjum eru þó jafn viðbragðsseinir daginn eftir drykkju og þeir sem blanda áfenginu við annað. Einnig er samhæfingargeta á svipuðu stigi. Fólkið upplifir þó ekki skerta samhæfingargetu frekar en höfuðverk, munnþurrk eða slappleika. Áhrif alkóhólsins á líkamann eru hins vegar þau sömu og venjulega, það er bara upplifun neytendanna sem er önnur þegar orkudrykkir eru með í spilinu. Vísindamennirnir vara við því að drykkjarvenjur af þessu tagi geti aukið hættu á óhöppum í umferðinni þar sem fólk heldur að þynnkan sé yfirstaðin og sest undir stýri of snemma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert