Stofnun Bill Gates, bandaríska milljarðamæringsins og forstjóra Microsoft, ætlar að styrkja stjórnvöld í Rúmeníu til þess að koma tölvum fyrir í öllum opinberum bókasöfnum í landinu. Tilgangurinn er að gera öllum Rúmenum kleyft að nota tölvur og komast á Netið án þess að þurfa að greiða fyrir. Stofnunin stefnir á að gera slíkt hið sama í Chile, Lettlandi, Litháen og Mexíkó á næstu mánuðum.
Sjóður Gates hefur nú um 32 milljarða dollara til að spila úr, en það jafngildir rúmlega 2.200 milljörðum íslenskra króna. Til stendur að verja hluta fjárins til að koma tölvum fyrir í öllum bókasöfnum heims á næstu árum.