Bangsavélmenni til bjargar

Bangsavélmenni mun bjarga bandarískum hermönnum úr lífsháska.
Bangsavélmenni mun bjarga bandarískum hermönnum úr lífsháska. Vecna Technologies

Bandaríski herinn þróar nú bangsavélmenni, sem getur bjargað slösuðum hermönnum af vígvellinum.

Vélmennið, sem líkist birni í útliti, getur bjargað hermönnum úr lífsháska og komið þeim í öruggt skjól. Það mun spara félögum þeirra áhættuna við björgunaraðgerðir við hættulegar aðstæður.

Fyrirtækið Vecna Technologies þróar vélmennið fyrir bandaríski herinn. Vélmennið, sem hlotið hefur nafnið „The Battlefield Extraction Assist Robot“, skammstafað BEAR, mun geta lyft særðum mönnum og flutt þá langar vegalengdir yfir torfær svæði, segir á fréttavef BBC.

Vélmennið fær bangsahöfuð, því það er talið vera hughreystandi fyrir hermennina, og verður um 1,83 sentímetrar á hæð. Gert er ráð fyrir að bangsi verði tilbúinn innan næstu fimm ára.

Auk þess að geta ferðast yfir torfær svæði með hjálp áttavita og tölvustýrðum mótor, þá er vélmennið einnig nógu mjótt til að ganga inn um hurðir, það getur labbað niður tröppur og lyft allt að 135 kílóum með mjúkum örmum sínum, svo það meiði ekki hinn særða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert