lau. 20. ágú. 2011 16:38
Þátttakendur í Latabæjarhlaupinu.
Metþátttaka í maraþoni

Aldrei hafa fleiri skráð sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en í ár. Einnig var slegið þátttökumet í öllum tímatökuvegalengdum.

Í maraþon skráðu 684 sig, en fyrra metið var frá árinu 2008 og þá var 671 skráður. 1852 skráðu sig í hálfmaraþon, eldra met var frá 2009 og þá skráðu 1559 sig.

4431 skráði sig í tíu kílómetra hlaup, en fyrra metið var frá því í fyrra, þá voru 3683 skráðir.

Boðhlaup hlupu 33 lið, en í fyrra hlupu 16 lið. Þá skráði 12.481 sig í 3 km skemmtiskokk og Latabæjarhlaup, sem er um 1000 fleiri en fyrra met.

 

til baka