sun. 28. apr. 2024 20:00
Hjón deila oft um hver á að borga reikninginn.
Makinn vill skipta reikningum á ferðalagi

Kona leitar ráða hjá ferðaráðgjafa The Times en hún á í mesta basli með eiginmanninn sem vill skipta öllum ferðaútgjöldum jafnt til helminga þrátt fyrir að hann þéni þrisvar sinnum meira en hún.

 

Maðurinn minn er með þrefalt hærri laun en ég en vill alltaf skipta öllum útgjöldum jafnt þegar við ferðumst með börnin okkar tvö. Venjulega förum við bara í útilegur innanlands þannig að kostnaðurinn er viðráðanlegur. En nú er staðan önnur því hann vill ekki ferðast í ár svo að ég geti sparað fyrir ferð til Disneylands á næsta ári. Ég þrái að komast í frí í ár og bugast við tilhugsunina að gera ekkert í sumar. Mun ég einu sinni ná að spara fyrir svo dýrri ferð? Hvað á ég að gera?

 

Svar ráðgjafans:

Ég skil vanlíðan þína. Þú þarft að leggja spilin á borðið. Eiginmaður þinn er ef til vill ekki að átta sig á ólaunuðu framlagi þínu á heimilinu sem eflaust er umtalsvert. 

Það er bara sanngjarnt að sá sem þénar meira í hjónabandi leggi meira af mörkum hvað útgjöld varðar. Þá gæti einnig verið áhugavert að taka saman kostnaðinn sem myndi hlaðast upp ef þú myndir kaupa inn á heimilið alla þá þjónustu sem þú veitir ókeypis eins og til dæmis þvott, barnfóstrur, bílstjórar, hreingerningarfólk, kokkar, vaktaálag o.s.frv.

 

til baka