fim. 25. apr. 2024 20:00
Elísabetar II. er minnst víða um England.
Ný stytta afhjúpuð af Elísabetu II. drottningu

Ný stytta af Elísabetu II. Bretlandsdrottningu heitinni hefur litið dagsins ljós. Styttan var afhjúpuð á afmælisdegi drottningar 21. apríl en hún hefði orðið 98 ára. 

Styttan er í enska bænum Oakham sem er í tæplega þriggja klukkustundar akstursfjarlægð norður frá Lundúnum. Oakham er afar sjarmerandi enskur smábær þar sem múrsteinshlaðin hús fá að njóta sín.

Mikil hjartahlýja einkennir styttuna og athygli vekur að smáhundar drottningar fá að vera með. Elísabet drottning elskaði corgi-hundana sína innilega og voru þeir gjarnan með á myndum með einum eða öðrum hætti. 

til baka