fös. 26. apr. 2024 07:18
Fólk safnast saman hjá líkum sem fundust í fjöldagröf hjá Nasser-sjúkrahúsinu.
Krefjast svara vegna fjöldagrafa við sjúkrahús

Hvíta húsið hefur krafist svara frá ísraelskum stjórnvöldum eftir að fjöldagrafir fundust við tvö sjúkrahús sem eyðilögðust í umsátrum Ísraelshers á Gasasvæðinu.

segja

Varnarmálastofnun á Gasasvæðinu hafði áður sagt að heilbrigðisstarfsmenn hefðu fundið næstum 340 lík fólks sem er sagt hafa verið drepið og grafið af Ísraelsher við Nasser-sjúkrahúsið í borginni Khan Yunis.

 

Um 30 lík voru sögð hafa fundist í tveimur gröfum við sjúkrahúsið Al-Shifa í Gasaborg.

„Við krefjumst svara,” sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. „Við viljum að þetta verði rannsakað gaumgæfilega.

 

Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á að sjálfstæð rannsókn verði gerð á málinu með stuðningi Evrópusambandsins.

Navad Shoshani, talsmaður Ísraelshers, sagði að gröfin við Nasser hefði verið grafin af íbúum á Gasasvæðinu fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Ísraelsher sagði að „lík sem hefðu verið grafin af Palestínumönnum” hefðu verið rannsökuð af hermönnum sem voru að leita að látnum gíslum en tjáði sig ekki með beinum hætti um ásakanir um að ísraelskir hermenn hefðu drepið fólkið.

til baka