fös. 26. apr. 2024 09:32
Ólafur H. Marteinsson hjá Ísfélagi hf. og Ragnar Guđmundsson hjá Vélfagi handsöluđu samninginn í Barselóna.
Sólberg fyrsti íslenski togarinn međ UNO

Fiskvinnsluvélin UNO virđist hafa reynst vel um borđ Sólbergi ÓF og hefur Ísfélag hf. gengiđ frá samningi viđ Vélfag ehf. um ađ festa kaup á tćkinu og verđur togarinn nú sá fyrsti hér á landi međ tćkiđ um borđ.

Prófanir međ UNO um borđ í Sólberginu stóđu yfir fyrr á árinu og voru samningar undirritađir á síđasta degi alţjóđlegu sjávarútvegssýningarinnar í Barselóna á Spáni í gćr, ađ ţví er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síđu Vélfags.

UNO er alhliđa vinnsluvél sem getur leyst fjórar til fimm eldri vélar af hólmi. Vélin tekur viđ slćgđum fiski og sér um ađ flaka, skera út beingarđ og rođrífa án utanađkomandi ađstođar. Ţannig skilar tćkiđ frá sér flökum sem eru tilbúin til snyrtingar.

 

Vex ört

Eftirspurn hefur fariđ vaxandi frá ţví ađ tćkiđ var kynnt til leiks og var međal annars undirritađur samningur á síđasta ári viđ viđ DFFU í Ţýskalandi um ađ UNO-vél yrđi í nýjum togara félagsins Berlin.

Ţá var á síđasta ári einnig undirritađur samningur viđ Brim um kaup á UNO-vél sem sett yrđi upp hjá dótturfélagi útgerđarinnar í Hafnarfirđi, Fiskvinnslunni Kambi.

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2024/02/28/7_5_milljarda_nysmidi_baettist_i_flota_dffu/

Ör vöxtur hefur veriđ hjá Vélfagi undanfariđ og fjölgađi starfsfólki um 40% á síđasta ári og starfa nú 36 hjá fyrirtćkinu. Reynir B. Eiríksson, framkvćmdastjóri Vélafags, sagđi í samtali viđ 200 mílur í desember fjölgun starfsmanna vćri nauđsynlegt til ađ standa undir vaxandi eftirspurn.

„Ţađ stefnir í metár í rekstri Vélfags, en velta hefur aukiđ talsvert á árinu sem er ađ líđa,“ sagđi Reynir.

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2023/12/30/starfsfolki_fjolgad_um_40_prosent_og_stefnir_i_meta/

til baka