fös. 26. apr. 2024 23:45
Biden segist reiðubúinn.
Biden svarar kalli Trumps

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist reiðubúinn í kappræður gegn Donald Trump forsetaframbjóðenda. Trump kallaði eftir kappræðum gegn mótherja sínum fyrr í dag og taldi dómhús í New York vænlegan kost til þess að hýsa kappræðurnar. 

Trump situr þessa dagana fyrir svörum í New York um meint fjársvik og aðra glæpi í tengslum við þau. 

 https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/04/22/segir_trump_ekki_sekan/

„Ég er, einhvers staðar. Ég veit ekki hvenær.“

Fram að þessu hefur kosningateymi Bidens ekki viljað staðfesta þátttöku hans í kappræðum gegn Trump eins og hefð er fyrir í aðdraganda forsetakosninga vestanhafs. 

Biden sagði í viðtali við útvarpsmanninn kunna Howard Stern að hann myndi glaður etja kappi við Trump, en bætti við: 

„Ég er, einhvers staðar. Ég veit ekki hvenær.“

Trump svaraði Biden og sagði tilbúinn að rökræða við hann hvenær sem er og hvar sem er. Hann sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social, sem er í eigu Trumps, að hann væri: „fastur í einum þeirra fjölmarga dómsmála sem Biden hvatti til, til þess að TRUFLA KOSNINGAFERLIÐ Á KOSTNAÐ PÓLITÍSKS ANDSTÆÐINGS - GEGNUMGANGANDI NORNAVEIÐAR.“ 

Þá bætti hann við: „Veistu, höldum kappræðurnar í dómshúsinu í kvöld - frammi fyrir alþjóð, ég bíð!“

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/04/25/trump_hafdur_ad_hadi_i_raedu_bidens/

til baka