lau. 27. apr. 2024 08:46
Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Björgvin Franz Gíslason í hlutverkum sínum sem söngparið Elly og Ragnar Bjarnason.
Elly snýr aftur

Í takmarkaðan tíma snýr sýningin Elly aftur á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Borgarleikhússins en Katrín Hall­dóra Sig­urðardótt­ir fór með hlutverk söngkonunnar Elly Vilhjálms á árunum 2017 til 2019. 

https://www.mbl.is/folk/frettir/2019/04/29/gudrun_var_gestur_numer_hundrad_thusund/

Sýningin var frumsýnd 18. mars árið 2017. Alls urðu sýningarnar yfir 200 og yfir 100 þúsund manns sáu hana. 

Nú snýr Elly aftur vegna fjölda áskorana!“ segir í tilkynningu Borgarleikhússins og hefst miðasala á þriðjudag, 30. apríl. 

Katrín Halldóra deildi tilkynningunni á samfélagsmiðlum og sagðist ekki geta beðið eftir að sýna Elly aftur.

View this post on Instagram

A post shared by Katrín Halldóra Sigurðardóttir (@katrinhalldora)

 

 

 

til baka