lau. 27. apr. 2024 10:19
Í nótt gerđi ísraelski herinn ţrjár loftárásir á borgina Rafha á suđurhluta Gasa.
Skođa vopnahléstillögu Ísraelsmanna

Hryđjuverkasamtökin Hamas greindu frá ţví í dag ađ tillaga Ísraelsmanna til vopnahlés á Gasa vćri til skođunar. Í gćr kom egypsk sendinefnd til Ísraels í ţeim tilgangi ađ koma viđrćđum aftur af stađ.

Egypskir fjölmiđlar greindu frá ţví ađ „framfarir“ hefđu orđiđ í viđrćđunum. 

Í nótt gerđi ísraelski herinn ţrjár loftárásir á borgina Rafha á suđurhluta Gasa. Ađ minnsta kosti tólf létust. Hundruđ ţúsunda Palestínumanna dvelja í borginni eftir sjö mánuđi af stríđsástandi. 

Khalil al-Hayya, varaforseti pólitíska hluta Hamas, greindi frá ţví í yfirlýsingu ađ samtökin hefđu fengiđ tillögu Ísraelsmanna afhenta af sendinefndum Katar og Egyptalands 13. apríl. 

„Samtökin munu skođa tillöguna og eftir ađ hún hefur veriđ skođuđ munu samtökin gefa út svar.“

Hamas hefur áđur krafist varanlegs vopnahlés. Ísraelsstjórn hafnađi ţeirri tillögu hins vegar. 

Egyptar, Katarar og Bandaríkjamenn hafa reynt međ milligöngu ađ koma á vopnahléi frá ţví ađ átökin hófust 7. október. Í nóvember náđist vopnahlé sem stóđ yfir í viku. Ţá voru 80 ísraelskir gíslar látnir lausir og 240 Palestínumenn látnir lausir úr ísraelskum fangelsum. 

1.170 manns létust í hryđjuverkaárás Hamas 7. október. Ísraelsmenn telja ađ 129 séu enn í haldi Hamas á Gasa, 34 ţeirra eru taldir látnir. 

Rúmlega 34 ţúsund Palestínumenn hafa látist á Gasa frá ţví ađ stríđiđ hófst, ađ sögn Hamas.

 

 

til baka