lau. 27. apr. 2024 11:32
Hera Björk mun flytja lagið Scared of heights.
Hera Björk farin til Malmö

Íslenski hópurinn sem keppir í Eurovision er farin til Malmö í Svíþjóð.

 

Þessu er greint frá á vef Rúv og segir að æfingar keppenda hefjist í dag. Íslenska atriðið mun æfa á sviðinu í Malmö Arena á morgun. 

Söngkonan Hera Björk mun flytja lagið Scared of heights í undanúrslitum þriðjudaginn 7. maí. Atriðið er þá áttunda á svið. Úrslitakvöldið er síðan laugardaginn 11. maí. 

Eins og leikar standa er Heru Björk spáð neðsta sæti í riðlinum samkvæmt veðbönkum. Þá er Íslandi spáð 29. sæti af 37 í heildarkeppninni. 

Í færslu á Instagram sagðist Hera Björk ekki getað beðið eftir að búa til ógleymanlegar minningar með íslenska hópnum.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2024/04/12/heru_bjork_ekki_spad_upp_ur_ridlinum/

View this post on Instagram

A post shared by 【Hera Björk】 (@herabjork)

 

 

 

til baka