lau. 27. apr. 2024 11:56
Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi.
Er ekki að spá í að opna kaffihús

Nadine Guðrún Yag­hi, for­stöðumaður sam­skipta hjá flug­fé­lag­inu Play, segist ekki vera spá í að opna kaffihús og að hún þéni talsvert meira en unnusti hennar, Snorri Másson. 

Þessu greindi Nadine frá á Instagram en tilefnið var hlaðvarpsþáttur Snorra, Skoðanabræður.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/26/konan_hugsi_um_bornin_og_karlinn_um_peningana/

Í þættinum ræddi Snorri, ásamt bróður sínum Bergþóri, við tónlistarmanninn Patrik Atlason. 

Meðal annars ræddu þeir hlutverk kynjanna og sagði Snorri að all­ir karl­ar myndu vilja geta haldið uppi heim­ili sínu án þess að kon­an þyrfti að vinna. Sagði hann það vera æðsta takmarkið.

„Já maður, hún eitt­hvað í Pila­tes,“ sagði Bergþór þá og Snorri bæt­ti við: „Hún get­ur stofnað kaffi­hús“. 

Þá sagðist Patrik vilja að konan hans þyrfti einungis að hugsa um börnin, heimilið og sjálfa sig og að hann hefði peningaáhyggjur. Snorri tók undir það og sagði það vera raunina á flestum heimilum. 

„Vegna fjölda fyrirspurna er ég reyndar ekki að spá í að opna kaffihús enda þéna ég talsvert meira en maðurinn minn,“ sagði í færslu Nadine. 

Snorri og Nadine eignuðust sitt fyrsta barn í fyrra og stefna á að gifta sig í sumar. 

 

Gömlukallaraus í ungum mönnum

 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, vakti athygli á viðtalinu í Facebook-færslu. 

Gömlukallaraus í ungum mönnum. Og ég sem vonaði að remburnar hyrfu með minni kynslóð. Einhvers staðar mistókst okkur herfilega,“ ritaði Ólafur. 

Fjölmargir hafa skrifað ummæli við færsluna, meðal annars Egill Helgason fjölmiðlamaður sem segir að sömu skoðanir finnist í Sádi-Arabíu. 

 

 

 

til baka